12/12/2022

Hvað er hægt að gera við parket?

Gamalt og slitið verður sem nýtt!

Gamalt parket sem er orðið ljót er ekki ónýtt, þó að það líti illa út. Parketslípun getur gefið gólfinu nýtt líf, þó það séu komnar rifur á milli borða, djúp högg eða ljótar rispur. Þetta eru allt hlutir sem er hægt að laga í 90% tilfella. Ef þú ert orðin þreyttur á þínu parketi og langar að breyta til. Kannaðu þá frekar hvort að það sé hægt að slípa það upp, og gera það fallegt á ný. Jafnvel breyta um lit, fara úr lökkuðu gólfi yfir í olíuborið eða öfugt. Það er miklu ódýrara en að skipta því út. Tekur líka styttri tíma sem er kostur.

Fékk strákana hjá Parket útlit til að slípa og hvítta parketið hjá mér. Parketið var mjög illa farið og bjóst ég ekki við að hægt væri að bjarga því. Viti menn, það er alveg eins og nýtt núna. Orðlaus yfir útkomunni, þvílíkir fagmenn hér á ferð.” Lára Aradóttir

Afhverju að slípa parket en ekki skipta út?

Tré endast ekki að eilífu, svo að slípa upp og nýta það sem við erum með í höndunum er alltaf betri kostur en að henda því. Í flestum tilvikum er hægt að gera parket eins og nýtt. Það er að sjálfsögðu einnig töluvert umhverfisvænna!

Það er ódýrara að slípa upp parket heldur en að fá sér nýtt, allt að 3x ódýrara. Möguleikarnir við að slípa gólfið eru fjölmargir, sem gefur gólfinu þínu þá eiginleika að verða ekki eins og allir aðrir eru með, nema að þú kjósir svo. Til dæmis er hægt að lita það í þeim lit eða tón sem þér finnst fallegur, búa til einhverskonar karakter í það sem engin annar er með, endalaust hægt að breyta og bæta. Bara spurning um ímyndunarafl og þínar hugmyndir sem við hjálpum þér að framkvæma. Eins og slagorðið okkar segir, þitt val, okkar þekking.   

Vinnum saman að því að gera gólfið þitt fallegt.

kær kveðja,

Stefán og Gunnar

Kíktu á meira fræðsluefni

svipað efni