12/12/2022

Gæludýr og parket

GÆLUDÝRAVÆN GÓLF

Gæludýr eru vinsæl á Íslandi og af hverjum 10 heimilum eru fjögur þeirra með gæludýr. Hundar og kettir eru langsamlegar vinsælustu gæludýrin. En hvernig getum við hugsað um þessa ferfættu vini okkar og átt falleg gólf?

Ein af stærstu áhyggjunum af gæludýrum á viðargólfum eru rispur, sérstaklega ef neglurnar eru ekki snyrtar. Jafnvel gæludýr sem klóra ekki mikið geta skilið eftir sig för, með því að ganga, hlaupa og hoppa. Einnig kemur það fyrir að gæludýrin skilja eftir sig "slys" á gólfinu þegar klósetið var upptekið eða koma blaut inn!

En hafið ekki áhyggjur við höfum góðar fréttir. Jafnvel með gæludýr sem finnst gott að klóra, hoppa og leika sér þá er þrátt fyrir allt hægt að eiga fallegt gólf.

Ef þú vilt hafa halda í parketið og gæludýrið, þá er hægt að láta lakka gólfið, til að það sé sem best varið fyrir bleytu, pissi , eða einhverskonar slysum sem getur fylgt því að vera með gæludýr. Ef maður vill frekar vera með olíuborið gólf þá verður að passa vel upp á að olíubera það mjög reglulega, svo að það sé alltaf með næga vörn. Ef gólfið fær ekki þessa vörn þá fer það að sjúga í sig óhreinindi, og fer þá gólfið að verða svart og ljótt mjög hratt og þá er erfitt að hreinsa það. Það er hægt að djúphreinsa það til að ná óhreinindum upp úr gólfinu en það er dýrara en að olíubera gólfið. Það verður ekki eins fallegt og það var í upphafi, en ef þú olíuberð það reglulega getur það haldist mjög fallegt í langan tima. Ef þú ert ekki sú týpa sem mundi nenna að oliubera á ársfresti mælum við  með því að hafir samband við okkur og við gerum þetta fyrir þig.

Hafðu endilega samband ef þú vilt fá frekari ráðgjöf.

Með kærri kveðju,

Gunnar og Stefán.

Kíktu á meira fræðsluefni

svipað efni